Kynning
Country

Samþætting við Google eða O365

Samþætting bæði við Google og Office 365 er nú í boði fyrir þá sem nýta sér nýju kynslóðina af InfoMentor. Þar gefst tækifæri til að samþætta við InfoMentor dagatal, One Drive, Google Drive, tölvupóst og singel-sign-on en það felur í sér að notandi þarf eingöngu að skrá sig inn einu sinni og hefur þá aðgang bæði að InfoMentor og Google eða Office 365.

Samþætting við Google og Google classroom

Ef skólinn ákveður að samþætta Google við Mentor býðst nemendum og kennurum eftirfarandi möguleikar:

  • Ein innskráning og aðgangur að bæði InfoMentor og Google (single sign-on)
  • Dagatal þar sem upplýsingar flytjast á milli og skiptir þá engu á hvorum staðnum þær eru skráðar
  • Tölvupóstur
  • Hýsing í Drive þar sem mögulegt er að deila efni úr námslotum og verkefnum
  • Kennarar geta tengt námslotur í Mentor við Google classroom

Nýtt – Samþætting Mentors og Google classroom

Nú geta skólar sem hafa samþætt Mentor og Google nýtt sér Google classroom í gegnum Chrome viðbætur. Þessi nýjung nýtist þeim kennurum vel sem vilja nýta sem best þá eiginlega sem gefast í Google classroom og Mentor. Kennarar tengja Google classroom við námsloturnar sínar í Mentor og skrá síðan viðmið úr lotum við verkefnin í Google classroom. Þannig fá þeir tenginguna og geta með einföldum hætti metið árangur nemenda.

Hefur þinn skóli hefur áhuga á að samþætta Mentor og Google? Smelltu hér til að fá tilboð.

Ef þegar er búið að búið að samþætta Mentor og Google í þínum skóla getur þú skoðað leiðbeiningar hér fyrir neðan.

Svona tengir þú Mentor og Google Classroom

1. Til að samþætta aðganga opnar þú bekk í Google classroom því þaðan er tengingin virkjuð. Í byrjun er rauður punktur yfir Mentor tákninu í hægra horninu.

2. Næsta skref er að velja hvaða Google aðgang þú vilt tengja við Mentor aðganginn þinn. Smelltu á Mentor táknið og í framhaldinu Innskráning á Google. Þegar þú hefur skráð þig inn sérðu að nú er kominn grænn punktur yfir Mentor táknið.

Svona getur þú nýtt tenginguna á milli Mentors og Google Classroom

1. Þú tengir bekk í Google classroom við eina eða fleiri námslotur í Mentor með því að smella á táknið fyrir miðju hægra megin á skjánum.

2. Þá koma upp allar námsloturnar þínar í Mentor. Smelltu á Tengja aftan við þá námslotu sem þú vilt tengja við bekkinn í Google classroom.

3. Þegar þú hefur stofnað verkefni í Google classroom getur þú tengt verkefnið við viðmið úr námslotunni þinni í Mentor. Það gerir þú með því að smella á táknið aftan við heiti verkefnisins eins og sést á myndinni hér.

4. Hér sérðu viðmðin sem þú getur valið úr. Veldu eitt eða fleir með því að smella á Tengja neðan við hvert og eitt.

5. Til að meta viðmiðin sem tengd eru verkefninu er smellt á Meta og þá kemur upp möguleikinn á að meta viðmiðin í lotunni þinni í Mentor.

6. Hér birtist námsmat í lotunni sem þú varst búin að velja fyrir verkefnið þitt í Goggle classroom. Þú ferð beina leið í verkefnaflipann þar sem þú getur metið viðmiðin sem þú valdir fyrir þetta verkefni.

Samþætting við O365


Ef skólinn ákveður að samþætta Office 365 við InfoMentor býðst nemendum og kennurum eftirfarandi möguleikar:

  • Ein innskráning og aðgangur að bæði InfoMentor og O365 (single sign-on)
  • Dagatal þar sem upplýsingar flytjast á milli og skiptir þá engu á hvorum staðnum þær eru skráðar
  • Tölvupóstur
  • Hýsing í OneDrive þar sem mögulegt er að deila efni úr námslotum og verkefnum

Við veitum gjarnan frekari upplýsingar

Vinsamlegast fyllið inn í reitina hér fyrir neðan og við munum hafa samband. Þá er einnig hægt að hringja í síma 520 5310 til að fá frekari upplýsingar.

Jag godkänner att InfoMentor sparar information om mig.

Ég samþykki að InfoMentor visti mínar persónulegu upplýsingar. Opna - Faglegt efni

© InfoMentor 2020 / Vefsíða frá Bravissimo