Miklar breytingar hafa orðið í samfélaginu síðustu ár og hafa tæknilegar framfarir og aukin netnotkun breytt hegðun einstaklinga, stofnana og fyrirtækja mikið, skólastarf er þar engin undantekning. Breytingar hafa orðið á því með hvaða hætti persónuupplýsingum er safnað, þær geymdar og notaðar.
Mikið magn upplýsinga á rafrænu formi hefur gert almenningi auðveldara að nálgast þær t.d. með aðferðum eins og í gegnum leitarvélar eða jafnvel samfélagsmiðla. Þann 25. maí 2018 tók ný reglugerð um persónuvernd gildi í aðildarríkjum ESB. Í kjölfarið er reglugerði tekin upp í EES-samningnum og í framhaldi innleidd með nýrri löggjöf á Íslandi.
Ný persónuverndarlöggjöf er sett til að mæta þessum breytingum, vernda rétt einstaklingsins og sjá til þess að upplýsingarnar séu gagnsæjar, aðgengilegar og auðskiljanlegar. Öll fyrirtæki, stofnanir, skólar og aðrir sem vinna með persónuupplýsingar þurfa að kynna sér vel nýju löggjöfina og finna út hvernig starfsemi viðkomandi fellur að þessum nýju skuldbindingum.
Öll vinnsla persónuupplýsinga samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni verður að eiga stoð í lögum, annaðhvort í henni sjálfri eða með annarri lagaheimild. Það er á höndum ábyrgðaraðila (skólanna) að leggja mat á hvort lögmæt heimild til vinnslu persónuupplýsinga er til staðar.
Hjá InfoMentor hefur frá upphafi lagt vinnu og metnað í að vinna samkvæmt persónuverndarlögum og þróa og móta persónuverndarstefnu fyrirtækisins með því að tryggja öryggi InfoMentors kerfisins með löggjöfina að leiðarljósi.
Tekið er skýrt fram í löggjöfinni að mikilvægt er að upplýsingakerfi séu útfærð með sérstakri áherslu á friðhelgi einstaklinga og hefur öll þróun á hugbúnaði InfoMentors verið með nýja persónuverndarlöggjöf í fyrirrúmi og mun hugbúnaðurinn að fullu fylgja nýrri löggjöf frá maí 2018. Fyrirtækið naut handleiðslu frá KPMG er varðaði nýja löggjöf og þá meðal annars við gerð nýrra vinnslusamninga.
InfoMentor
Höfðabakki 9
110 Reykjavík
Sími: 520 5310
Netfang: info@infomentor.is
Allir nemendur eiga að fá tækifæri til að hámarka hæfni sína. Við tökum virkan þátt í skólaþróun og bjóðum upp á kerfi sem styður við faglegt starf kennara og miðar að hæfnimiðuðu námi.