Námskeið og kynningar í maí 2021
Í maí hafa verið auglýst tvö námskeið annað í gerð vitnisburðar í kerfinu og hitt í gerð námskráa. Námskeiðslýsingar og skráningu er að finna á heimasíðunni undir flipanum Námskeið.
Þá verður einnig boðið upp á kynningu á nýjungum í Mentor en fyrsta útgáfa ársins er í lok apríl. Kynningin er ætluð skólastjórnendum og áhugasamir skrá sig í gegnum heimasíðuna undir flipanum Námskeið. Kynningin er skólastjórnendum að kostnaðarlausu.
Þessi námskeið og kynning eru fjarnámskeið.