InfoMentor Logo

Náum þreytu úr radd- og talfærum - Bætum raddheilsuna - fjarnámskeið

23. febrúar, 2021

Náum þreytu úr radd- og talfærum - Bætum raddheilsuna

Raddheilsa margra kennara stenst ekki það raddálag sem fylgir starfinu, enda sýna rannsóknir að upp undir helmingur kennara þjáist af álagseinkennum í raddfærum.

Ástæðurnar má rekja til ýmissa þátta m.a. óvistvænna umhverfisáhrifa eins og að þurfa að tala í hávaða, í lélegri hljóðvist, eða í slæmum kringumstæðum eins og utandyra. Langalgengustu raddveilurnar eru raktar til rangrar raddbeitingar sem veldur vöðvaspennu í öllum þeim vöðvum sem stýra raddfærum eins og barka.

Dr. Valdís Jónsdóttir heldur fjarnámskeið um bætta raddheilsu en námskeiðið verður haldið í tvö skipti fyrir sama hóp í klukkutíma í senn. Fyrri hluti verður mánudaginn 8.mars milli 14-15 og seinni hluti 15.mars kl. 14-15.

Á námskeiðinu verður farið í hvaða vöðvar í radd – og talkerfi gefa sig og hvernig hægt er að snúa þróuninni til betri vegar. Farið verður í æfingar sem eiga að ná þreytu úr tal- og raddfæravöðvum. Takist það verður léttara að tala, röddin endist betur og líkamleg þreyta verður minni.

Verið með spegil hjá ykkur við tölvuskjáinn.

Skráning á námskeiðið er á heimsíðu Mentor og er um frítt námskeið að ræða. Þátttakendur eru þó beðnir um að skrá sig tímanlega.

 

Facebook

Í mola vikunnar bendum við á að kerfið okkar býður uppá innlestur úr aSc Timetable forritinu sem margir skólar nota til að útbúa stundatöflur. Þetta er þó einungis hægt ef skólar eru með greidda áskrift af aSc Timetables forritinu. Ef þið hafið áhuga á þessari lausn þá er hægt að nálgast nánari leiðbeiningar hjá okkur. 😃

Fylgdu okkur
  • Nýleg innlegg

  • Merkingar

  • Hafa samband

    InfoMentor
    Höfðabakki 9
    110 Reykjavík

    Sími: 520 5310
    Netfang: info@infomentor.is

    Infomentor

    Allir nemendur eiga að fá tækifæri til að hámarka hæfni sína. Við tökum virkan þátt í skólaþróun og bjóðum upp á kerfi sem styður við faglegt starf kennara og miðar að hæfnimiðuðu námi.

    InfoMentor Logo White
    © InfoMentor
    2024
    locklaptopearthmagnifiercrosschevron-downarrow-right