InfoMentor Logo

Fjarnámskeið fyrir skólastjórnendur og Mentor sérfræðinga

9. ágúst, 2019

Fjarnámskeið fyrir skólastjórnendur og Mentor sérfræðinga

Mentor býður upp á fjarnámskeið ætlað skólastjórnendum og Mentor sérfræðingum í skólum. Námskeiðinu verður skipt upp í þrjú stök skipti, það fyrsta verður 3 klst og síðan verða tvö 1 og ½ klukkustunda námskeið sem dreifist á tvær vikur. Með því móti geta þátttakendur prófað sig áfram í kerfinu milli námskeiða og velt upp spurningum sem kunna að vakna.

Áherslan á námskeiðinu verður meðal annars á:

  • Skólastjórnendahlutinn/kerfisstjórn – (aðgangsstýring, fyrirsagnir, hópaumsjón, ástundun o.fl.)
  • Forsíða – möguleikar við uppsetningu hennar
  • Starfsmenn – starfsupplýsingar, vinnuskýrslur, gildistími, hagstofuskýrsla o.fl.
  • Hópatré – skráning nemenda, tilfærsla milli bekkja/hópa, að búa til bekki/hópa
  • Hæfnikort - mismunandi leiðir, val á matskvörðum, umsagnir, árgangar/stig o.fl.
  • Námskrá - skólanámkrár, einstaklingsnámskrár o.fl.
  • Stundatöflur
  • Hæfnikortaskýrslur
  • Vitnisburður - stiklað á stóru

Þátttakendur á fjarnámskeiði fá sendan hlekk þar sem þeir tengjast inn á fjarfundarbúnað. Mikilvægt er að þátttakendur hafi góð heyrnatól og hljóðnema.

Tími:

19.ágúst 9:00-12:30 (með einu kaffihléi), 2. september kl. 14:30 og 26. september kl. 14:30-16:00

Verð:

Verð á einstakling er 39.000 krónur

Hér getur þú skráð þig!

Fylltu inn í eftirfarandi reiti og við munum hafa samband við fyrsta tækifæri.

    Facebook

    Í mola vikunnar bendum við á að kerfið okkar býður uppá innlestur úr aSc Timetable forritinu sem margir skólar nota til að útbúa stundatöflur. Þetta er þó einungis hægt ef skólar eru með greidda áskrift af aSc Timetables forritinu. Ef þið hafið áhuga á þessari lausn þá er hægt að nálgast nánari leiðbeiningar hjá okkur. 😃

    Fylgdu okkur
  • Nýleg innlegg

  • Merkingar

  • Hafa samband

    InfoMentor
    Höfðabakki 9
    110 Reykjavík

    Sími: 520 5310
    Netfang: info@infomentor.is

    Infomentor

    Allir nemendur eiga að fá tækifæri til að hámarka hæfni sína. Við tökum virkan þátt í skólaþróun og bjóðum upp á kerfi sem styður við faglegt starf kennara og miðar að hæfnimiðuðu námi.

    InfoMentor Logo White
    © InfoMentor
    2024
    locklaptopearthmagnifiercrosschevron-downarrow-right