Laust starf – viðskiptastjóri
Mentor óskar eftir að ráða viðskiptastjóra fyrir Ísland. Leitað er að öflugum aðila í krefjandi starf viðskiptastjóra, þar sem frumkvæði, samskipta-færni og skipulögð vinnubrögð fá að njóta sín.
Starfs- og ábyrgðarsvið
- Stjórnun þjónustueiningarinnar á Íslandi
- Ábyrgð á samskiptum við viðskiptavini og samstarfsaðila
- Umsjón með innleiðingu nýrrar kynslóðar Mentor kerfisins á Íslandi
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Kennaramenntun og framhaldsnám í viðskiptafræði æskileg
- Reynsla af stjórnun og markaðsmálum
- Hæfni við greiningavinnu og áætlanagerð
- Framúrskarandi samskiptahæfileikar
Við leitum að kraftmiklum einstaklingi í krefjandi starf í góðu starfs-umhverfi þar sem hágæðavinnubrögð eru höfð að leiðarljósi. Viðkomandi þarf að vera þjónustudrifinn með afbragðs hæfileika í mannlegum samskiptum. Umsóknir sendist til starf@mentor.is fyrir 2. apríl 2016.
Um Mentor
Mentor er ört vaxandi upplýsigatæknifyrirtæki með starfsstöðvar í fimm löndum. Mentor er í fremstu röð á sviði upplýsingakerfa fyrir skóla, með áherslu á hæfnimiðað námsmat. Alls starfa 55 starfsmenn hjá fyrirtækinu, þar af eru 20 staðsettir á Íslandi. Fyrirtækið þjónustar í dag um 1200 skóla.