Kynningarfundur á fimmtudag
Microsoft á Íslandi, InfoMentor og Ölduselsskóli bjóða til kynningarfundar sem haldinn verður fimmtudaginn, 12. nóvember kl. 16:00 í Ölduselsskóla. Þar verða til umfjöllunar tækifærin sem gefast með nýtingu tækinnar í skólastarfi.
Dagskrá fundarins:
- Gestir boðnir velkomnir. Heimir Fannar Gunnlaugsson framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi.
- Office 365 í Ölduselsskóla. Börkur Vigþórsson skólastjóri.
- OneNote í kennslustofunni. Karitas Eiðsdóttir kennari í Ölduselsskóla.
- Yammer og Delve í Office365. Ingvar Ágúst Ingvarsson frá Microsoft.
- Mentor og O365. Vilborg Einarsdóttir framkvæmdastjóri og Auðunn Ragnarsson CTO hjá InfoMentor.