app, starfsmannaapp

Leita

Mentor kerfið auðveldar kennurum að halda utan um hæfninám

InfoMentor er leiðandi fyrirtæki í þróun lausna fyrir skólasamfélagið. Við gerum skólum kleift að innleiða hæfninám samkvæmt aðalnámskrá með það að markmiði að allir nemendur fái tækifæri til að hámarka sína hæfni. Með því að fá að þróa og þroska hæfni sína eins vel og hægt er í skólanum fá börn ómetanlegt veganesti út í lífið.

InfoMentor byggir á nýjustu rannsóknum í kennslufræðum og kenningum um hvernig bæta megi árangur nemenda. InfoMentor styður við faglegt starf skólanna og auðveldar upplýsingaflæði milli heimilis og skóla. Höfuðstöðvar InfoMentors eru í Svíþjóð og kerfið er notað af milljónum kennara, stjórnenda, nemenda, foreldra og forráðamanna á Íslandi og í Svíþjóð.

InfoMentor system running on multiple devices

Nýjustu fréttir frá InfoMentor

Facebook
Fréttir

Kerfið okkar er í stöðugri þróun og reynum við að koma til móts við notendur okkar eftir bestu getu. Til þess að vera í sem bestum tengslum við notendur þá erum við með rýnihóp fyrir Mentor kerfið. Það eru nokkrir komnir í hópinn nú þegar en við viljum endilega hafa fjölbreyttan hóp notenda. Allir fundir eru fjarfundir og misjafnt hvað er tekið fyrir hverju sinni en fundir eru að jafnaði tveir á önn. Þeir sem hafa áhuga á að sitja í rýnihóp, og koma þannig hugmyndum á framfæri og rýna til gagns, geta skráð sig á heimasíðunni okkar undir liðnum fræðsla.

Á morgun verður stutt kukkustundanámskeið í gerð vitnisburðar í InfoMentor kerfinu fyrir þá sem sjá um að útbúa vitnisburð að vori. Enn er hægt að skrá sig en þetta námskeið er staðfest og verður haldið á morgun:

Við minnum á námskeiðin sem eru framundan hjá okkur varðandi vitnisburðarskirteini og stundatöflugerð. Skráning í fullum gangi. 😀

Í mola vikunnar minnum við á að í kerfinu getur starfsfólk skólanna nálgast fjölbreyttar skýrslur t.d. varðandi ástundun nemenda, hæfnikortaskýrslur til að skoða námsstöðu og skýrslu fyrir stöðu námsmats í námslotum. Þá er einnig hægt að sækja ýmis grunngögn til útflutnings í Excel.

Í mola vikunnar viljum við benda á að það eru komin 2 námskeið á dagskrá í apríl. Annað er fyrir þá sem sjá um vitnisburðarskírteini í skólum og hitt fyrir þá sem sjá um stundatöflugerð. Skráning í fullum gangi.

fleiri facebook færslur

Gleðilega páska!

Við starfsfólk InfoMentor óskum öllum gleðilegra páska og megið þið njóta vel um hátíðina.

Fréttir í mars

Helstu fréttir frá okkur hér hjá InfoMentor nú í mars er að við höfum uppfært heimasíðuna fyrir Karellen en hún […]

hafðu samband

Febrúar fréttir frá InfoMentor

Þá er febrúar senn á enda og flestir skólar hafa verið í vetrarfríum eða eru um það bil að ljúka […]

hafðu samand þjónustuver

Nýjungar og fréttir frá InfoMentor

Í janúar kynntum við hjá InfoMentor þá nýjung að nota fréttir í kerfinu fyrir starfsmannahópa en leiðbeiningar varðandi það hafa […]

Jólakveðja

Um leið og við sendum ykkur jólakveðju þá viljum við nefna að í ár rennur jólastyrkurinn okkar hjá InfoMentor og […]

Fréttir frá InfoMentor

Í nóvember hefur ýmislegt verið í gangi hjá okkur hjá InfoMentor á Íslandi. Eins og undanfarin ár þá sendum við […]

fleiri fréttafærslur
lockmagnifiercrosschevron-down